Fyrsta lyfjamisnotkunarmálið í Ríó

Izzat Artykov með bronsverðlaunin sem hann gæti þurfti að skila.
Izzat Artykov með bronsverðlaunin sem hann gæti þurfti að skila. AFP

Izzat Artykov, lyftingamaður frá Kirgistan, varð í dag fyrsti íþróttamaðurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Ríó og fellur á lyfjaprófi. Attykov varð í þriðja sæti í -69 kg flokki í ólympískum lyftingum en lyfjapróf leiddi í ljós að hann hafði neytt ólöglegra lyfja fyrir keppnina og verður hann því væntanlega sviptur bronsverðlaunum í dag.

Samkvæmt úrskurði Alþjóðaíþróttadómstólsins reyndist þessi 22 ára lyftingakappi hafa tekið inn efnið strychnine sem er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Attykov hefur þar af leiðandi verið sviptur bronsverðlaunum og meinuð frekari þátttaka í leikunum. 

Ákvörðun þess efnis hver hlýtur bronsverðlaunin í stað Attykov er í höndum Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðakraftlyftingasambandsins, en Kólumbíumaðurinn Luis Javier Mosquera Lozano sem varð í fjórða sæti keppninnar mun að öllum líkindum hreppa bronsverðlaunin í hans stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert