Hef fórnað mér og upplifað drauminn

Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari glaður í bragði fyrir utan ólympíuleikvanginn í …
Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari glaður í bragði fyrir utan ólympíuleikvanginn í Ríó. Hann hefur verið þátttakandi á öllum leikum frá 1984. Morgunblaðið/Sindri

Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari er reyndasti ólympíufari Íslands frá upphafi. Hann hefur upplifað skin og skúri frá því að hann fór á sína fyrstu leika í Los Angeles 1984, 23 ára gamall, en eftirmál þeirra leika fylgja honum enn þann dag í dag.

Fyrir átta árum gerði hann Eistlendinginn Gerd Kanter að ólympíumeistara í kringlukasti og Vésteinn hefur þjálfað fleiri verðlaunahafa á stórmótum, með þeirri þrotlausu vinnu sem dró hann í tvígang á bráðamóttöku í sumar.

Ég hafði aldrei hitt Véstein áður en ég ræddi við hann á sólríkum degi í Ríó, en fengið að heyra að hann væri líflegur og skemmtilegur viðmælandi. Það stendur heima. Hann gengur glaðbeittur til mín og við setjumst á bekk í ólympíugarðinum, þar sem flestar af keppnishöllum Ólympíuleikanna í Ríó eru og mannhafið mikið.

„Ég þarf nú að klípa mig aðeins í handlegginn til að átta mig á því að maður sé mættur á sína níundu Ólympíuleika. Mér líður bara eins og árið sé 1984,“ segir Vésteinn og hlær. Hann nýtur þess alltaf jafnmikið að koma á stærsta íþróttaviðburð heims, fyrst sem keppandi (1984, 1988, 1992 og 1996) og svo fimm sinnum sem þjálfari. Óhætt er að flokka Véstein sem einn fremsta kastgreinaþjálfara heimsins, en hann er með þrjá fulltrúa á leikunum í Ríó, leikum sem litlu munaði að hann sleppti því að fara á, heilsunnar vegna.

„Ég hef fórnað mér gjörsamlega fyrir þetta starf. Það gekk svo langt að ég endaði fyrir mánuði inni á bráðamóttöku tvisvar sinnum, búinn að keyra mig yfir um. Ég ákvað ekki að koma hingað fyrr en nokkrum dögum áður en leikarnir byrjuðu, því ég var bara veikur. Andlega sem líkamlega búinn á því, eftir ofboðslega keyrslu. Þetta var bara svona „íslenskt“ dæmi, við erum öfgamenn í þessum efnum,“ segir Vésteinn.

Sjá viðtal við Véstein í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert