Skelfileg mistök ólympíumeistara

Skelfingarsvipur Allyson Felix, þegar English Gardner greip ekki keflið, segir …
Skelfingarsvipur Allyson Felix, þegar English Gardner greip ekki keflið, segir alla söguna. AFP

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna í 4 x 100 m boðhlaupi kvenna verða ekki með í úrslitahlaupinu á laugardaginn. Meistararnir misstu keflið og duttu úr leik.

Flestir bjuggust við því að bandaríska sveitin myndi tryggja sér öruggt sæti án vandræða en skiptingin á milli Allyson Felix og English Gardner mistókst algjörlega og þær stöllur misstu keflið í jörðina.

Þær bandarísku kláruðu þó hlaupið síðastar og kærðu svo úrslitin strax í kjölfarið. Ástæða kærunnar er sú að brasilíska sveitin hljóp utan í þá bandarísku á ögurstundu, a.m.k. að mati ríkjandi ólympíumeistara. Kæran verður tekin fyrir mjög fljótlega.

Þetta voru ekki einu óvæntu tíðindin, því að hollenska boðhlaupssveitin gerði sömuleiðis mistök og verður ekki með. Holland er ríkjandi Evrópumeistari og því ljóst að tvær sterkar þjóðir verða ekki í úrslitahlaupinu.

Engin óvænt úrslit urðu í karlaflokki, þar sem allar sigurstranglegustu sveitirnar komust í úrslit. Bandaríkajmenn hlupu á besta tímanum en sveit Jamaíku varð fimmta. Þar var Usain Bolt hvíldur í hlaupi dagsins og munar um minna.

Jamaíka hvíldi Usain Bolt í karlaflokki en verður engu að …
Jamaíka hvíldi Usain Bolt í karlaflokki en verður engu að síður í úrslitunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert