Útilokar ekki að reyna við þrennuna

David Lekuta Rudisha frá Kenýa.
David Lekuta Rudisha frá Kenýa. AFP

Einn besti íþróttamaður heims um þessar mundir, David Rudisha, útilokar ekki að reyna að vinna til gullverðlauna á þriðju Ólympíuleikunum í röð í Tókíó eftir fjögur ár.

Rudisha hefur nú orðið Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi á tveimur leikum í röð. Rudisha tjáði BBC að hann hafi sett stefnuna á HM í London á næsta ári, þar sem hann á titil að verja, en hafi ekki gert áætlanir lengra fram í tímann.

Rudisha er fyrsti hlauparinn síðan 1964 til að verja titil sinn í 800 metra hlaupi karla á Ólympíuleikum síðan Peter Snell frá Nýja Sjálandi gerði það.

Rudisha er einungis 27 ára gamall og ætti því að geta verið í fínu formi á ÓL 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert