Þýskaland ólympíumeistari í fyrsta sinn

Þjóðverjar fagna ólympíumeistaratitli sínum eftir sigurinn á Svíum. Dzsenifer Marozsan, …
Þjóðverjar fagna ólympíumeistaratitli sínum eftir sigurinn á Svíum. Dzsenifer Marozsan, sem skoraði fyrra mark Þýskalands og átti stóran þátt í því seinna, liggur á grúfu. AFP

Þýskaland varð í kvöld ólympíumeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með því að vinna Svía 2:1 í úrslitaleiknum á Maracana-vellinum í Ríó.

Svíar urðu að sætta sig við silfurverðlaun en það eru fyrstu verðlaunin sem liðið vinnur til á Ólympíuleikum, þrátt fyrir að hafa verið með á leikunum frá því að fyrst var keppt í knattspyrnu kvenna árið 1996. Á leið sinni í úrslitaleikin slógu Svíar út meistarana frá því í London 2012, Bandaríkin, sem og heimakonur í Brasilíu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Dzsenifer Marozsan Þjóðverjum yfir. Hún átti svo aukaspyrnu sem fór í stöng, og varð Linda Sembrant fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kjölfarið. Svíar náðu að minnka muninn fljótt með marki Stinu Blackstenius, og fengu góð færi til að jafna metin en tókst það ekki.

Þýskaland hafði þrívegis unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikum en þetta var fyrsti úrslitaleikur liðsins þar. Bandaríkin hafa unnið leikana fjórum sinnum og Noregur einu sinni.

Kanada fékk bronsverðlaunin eftir sigur á Brasilíu í leiknum um 3. sætið.

Jessica Samuelsson reynir að hughreista Caroline Seger eftir tapið. Svíar …
Jessica Samuelsson reynir að hughreista Caroline Seger eftir tapið. Svíar náðu í sín fyrstu ÓL-verðlaun í knattspyrnu kvenna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert