Hægt er að ná takmarkalausri færni

Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. mbl.is

Ég reikna ekki með því að íþróttaáhugamaður geti orðið neitt annað en undrandi þegar hann sér afrekin sem unnin eru á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í fyrsta skipti.

Með miklum ólíkindum er hversu mikilli færni maðurinn getur náð í hreyfigetu þrátt fyrir ýmsar líkamlegar hömlur og hindranir. Nokkuð sem maður hefurheyrt talað um áður en þegar maður hefur fylgst með mörgum greinum í návígi þá nær maður betur utan um þetta sjálfur.

Í kringum Paralympics hafa oft og tíðum heyrst hástemmdar lýsingar á borð við sigur mannsandans og þess háttar. Þegar að er gáð þá er ekki verið að skjóta yfir markið með slíkum lýsingum. Íþróttafólkið á leikunum er akkúrat vitnisburður um það.

Íþróttafréttamaður Morgunblaðsins og mbl.is hefur fylgst með Ólympíumóti fatlaðra í Ríó að undanförnu og er hægt að lesa viðhorfsgrein hans um mótið og keppendur í heild sinni íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert