Ólympíumeistara sleppt án ákæru

15.2. Ástralski sundmaðurinn Grant Hackett, tvöfaldur ólympíumeistari, var látinn laus án ákæru í morgun eftir að fjölskylda hans hafði óskað eftir lögregluaðstoð í gær vegna hegðunar hans. Meira »

Íslensk framleiðsla reyndist vel í Ríó

24.9.2016 Íþróttafólk sem notaði íslenska framleiðslu frá Össuri hf. vann til tuttugu og sex verðlauna á nýafstöðnu Ólympíumóti í Ríó, Paralympics. Um er að ræða tólf gullverðlaun, sjö silfur og sjö brons. Meira »

Hægt er að ná takmarkalausri færni

17.9.2016 Ég reikna ekki með því að íþróttaáhugamaður geti orðið neitt annað en undrandi þegar hann sér afrekin sem unnin eru á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í fyrsta skipti. Meira »

Fleiri læknaskýrslum lekið

15.9.2016 Rússneskir tölvuþrjótar hafa lekið fleiri læknaskýrslum þekktra íþróttamanna á netið. Gögnunum stálu þeir úr tölvukerfi Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins (WADA). Meira »

Skjölum stolið um Biles sem tók lyf við ADHD

13.9.2016 Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) hefur fordæmt aðgerðir rússneskra tölvuþrjóta sem láku í dag trúnaðarskjölum stofnunarinnar er snúa að bandarískum ólympíuförum. Meira »

Blindur Írani lék á fjóra og skoraði (myndskeið)

13.9.2016 Íran vann Marokkó 2:0 í fótbolta blindra á ólympíumóti fatlaðra í Ríó um helgina. Seinna markið var einkar laglegt.  Meira »

Forseti sendi þjálfurunum heillaóskir

24.8.2016 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í gær heillaóskir til handboltaþjálfaranna Dags Sigurðssonar, Guðmundar Þ. Guðmundssonar og Þóris Hergeirssonar í tilefni af því að liðin sem þeir þjálfa náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu. Meira »

Lilesa fór ekki heim til Eþíópíu

23.8.2016 Eþíópíski maraþonhlauparinn Feyisa Lilesa, sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, hélt ekki heim til Eþíópíu ásamt öðrum þátttakendum á leikunum. Lilesa hafði áður sagst óttast að verða beittur pólitískum ofsóknum eftir merkjasendingu sína þegar hann fór yfir marklínuna. Meira »

Rússar ekki með í Ríó

23.8.2016 Rússnesku íþróttafólki verður meinuð þátttaka á Ólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Ríó í Brasilíu og og hefjast miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Það er BBC sem greinir frá þessu. Meira »

Speedo sparkar Lochte

22.8.2016 Lygasaga bandaríska sundmannsins Ryan Lochte um að hafa orðið fyrir vopnuðu ráni í Ríó í Brasilíu eftir þátttöku sína á Ólympíuleikunum þar í borg hefur orðið til þess að sundfataframleiðandinn Speedo hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Lochte. Meira »

Níu þjóðir fengu sitt fyrsta gull

22.8.2016 Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu í ár lauk í gær með pompi og prakt. Eftir þrjár vikur af keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum héldu 59 íþróttamenn glaðbeittir á heimahagana með gullverðlaun um hálsinn. Níu keppendur nældu sér í söguleg verðlaun með því að vinna fyrstu gullverðlaun þjóða sinna. Meira »

Ný ólympíuveisla hafin á Maracana

7.9.2016 Setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra fer nú fram í Ríó í Brasilíu þar sem um 4.300 keppendur munu næstu ellefu daga reyna með sér í 22 íþróttagreinum. Meira »

Rússar verða að biðjast afsökunar

24.8.2016 Embættismenn sem stóðu að baki víðtækri og kerfisbundinni lyfjamisnotkun ættu að biðja íþróttamenn afsökunar. Þetta sagði Craig Spence, talsmaður alþjóðaólympíunefndar fatlaðra í samtali við BBC. Meira »

Ólympíuhópurinn fyrir Paralympics

23.8.2016 Fimm keppendum úr röðum fatlaðra tókst að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics (Ólympíumóti fatlaðra) sem fer fram í Ríó í Brasilíu 7. - 18. september 2016. Hópinn skipa þrír sundmenn, einn frjálsíþróttamaður og einn bogfimimaður en þetta er í fyrsta sinn sem bogfimikeppandi verður fulltrúi Íslands á leikunum. Meira »

Reynslan vó þungt

23.8.2016 „Þessi staðreynd síast inn hægt og sígandi. Það að vera þjálfari sigurliðs á Ólympíuleikum er tvímælalaust það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson. Meira »

Bandaríkin unnu langflest verðlaun

22.8.2016 Bandaríkin hafa nokkra yfirburði þegar talin eru saman þau verðlaun sem þjóðir unnu á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu undanfarnar þrjár vikur og lauk í gær. Bandaríkin unnu 121 verðlaun á leikunum, en Kínverjar sem unnu næstflest verðlaun fóru heim með 70 verðlaun og Bretar komu þar á eftir með 67 verðlaun. Meira »

Silfurverðlaunahafi óttast um líf sitt

22.8.2016 Feyisa Lilesa, maraþonhlaupari frá Eþíópíu, sem vann silfurverðlaun í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu, óttast það að verða beittur pólitískum ofsóknum eftir merkjasendingu sína þegar hann kláraði hlaupið í gær. Meira »