Eyþóra keppir hérlendis í fyrsta skipti

Í gær, 12:45 Eyþóra Þórsdóttir, íslenska fimleikakonan sem keppir fyrir Holland, verður á meðal þátttakenda í fimleikakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni 4. og 5. febrúar. Hún keppir þar með í fyrsta sinn á Íslandi. „Ég hef æft með íslensku... Meira »

Tíundu leikarnir

Í gær, 09:26 Íþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games (RIG) fara fram dagana 26. janúar til 5. febrúar næstkomandi. Þetta er í tíunda sinn sem leikarnir eru haldnir og von á sérstaklega glæsilegri dagskrá í tilefni af afmælinu. Meira »

Guðmundur sprettmeistari karla (myndskeið)

6.2. Keppt var í hjólreiðasprett á Reykjavíkurleikunum í gærkvöldi. Hjólreiðaspretturinn fór fram á einni fegurstu götu miðborgarinnar, Skólavörðustíg. Byrjað var neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp um 70 metra leið að gatnamótum við Bergstaðastræti, tveir og tveir í einvígi. Meira »

Kristín Edda sprettmeistari kvenna (myndskeið)

6.2. Hjólreiðasprettkeppni Reykjavíkurleikanna fór fram á Skólavörðustígnum í gærkvöldi. Sprettharðasta kona keppninnar var Kristín Edda Sveinsdóttir en hún sigraði í úrslita einvíginu Ágústu Eddu Björnsdóttur. Meira »

Nokkur hundruð tonn á loft

1.2. „Þetta var alveg frábært mót og ég held trúlega það besta og flottasta sem hefur verið haldið hér á landi. Öll umgjörðin var glæsileg og flottir erlendir keppendur sem mættu til leiks. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að það skuli sett fimm heimsmet,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður sem setti eitt fimm heimsmeta í lyftingakeppni Reykjavíkurleikanna um helgina. Meira »

Best um helgina á Reykjavíkurleikunum

1.2. Reykjavíkurleikunum sem staðið hafa yfir síðan 21.janúar lauk í gærkvöldi með hátíð í Laugardalshöll. Á hátíðinni var boðið uppá mat og skemmtiatriði ásamt því að besta íþróttafólkið í hverri grein á síðari keppnishelgi leikanna fékk verðlaun fyrir árangurinn. Meira »

Kolfinna og Magnus sigruðu í borðtennis

31.1. Borðtennismót Reykjavíkurleikana fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal um helgina. Keppt var í karla- og kvennaflokki þar sem allt besta borðtennisfólk landsins lék ásamt gestum frá Svíþjóð, Ungverjalandi og Póllandi. Meira »

Ragnar og Aldís skylmingameistarar RIG

31.1. Keppni í skylmingum á Reykjavíkurleikunum fór fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli um helgina. Sigurvegarar í fullorðinsflokkum voru þau Ragnar Sigurðsson og Aldís Edda Ingvarsdóttir. Meira »

Lonni og Gitte best í karate

31.1. Karatekeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni um helgina þar sem keppt var bæði í kata (form) og kumite (bardagi) í 4 mismunandi aldursflokkum. Hátt í 100 keppendur frá 9 félögum auk erlendra gesta tóku þátt í mótinu. Meira »

Rikke keilumeistari RIG

31.1. Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna í kvöld. Hún sigraði í úrslitaleiknum Hafþór Harðarson úr ÍR. Þetta er í annað sinn sem Rikke sigrar á Reykjavíkurleikunum í keilu en hún vann einnig árið 2011. Meira »