Hanna og Nikita slógu í gegn

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev komu, sáu og sigruðu …
Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev komu, sáu og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í dansi í gær. sportmyndir.is

Nýjasta danspar okkar Íslendinga, Hanna Rún Óladóttir og dansherrann hennar, Rússinn Nikita Bazev, gerðu sér lítið fyrir sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum sem haldið var í Laugardalshöllinn í gær þrátt fyrir að vera nýbyrjuð að dansa saman.

Keppnin var gríðarlega sterk og hart barist. Keppt var í suðuramerísku dönsunum fimm, sömbu, cha, cha, rúmbu, paso double og jive og þess má geta að þau fengu 1. sætið í öllum dönsunum. Þetta er alveg ótrúlega góður árangur, þar sem þau hafa einungis dansað saman og æft í 2 vikur.

Í öðru sæti voru Javier Fernadez og Telma Rut Sigurðardóttir. Í þriðja sæti Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Í fjórða sæti Freyþór Össurarsön og Hrefna Dís Halldórsdóttir. Í fimmta sæti Yannick El Amari og Lilja Guðmundsdóttir. Í sjötta sæti Ármann Hagalín Jónsson og Erna Dögg Pálsdóttir og í sjöunda sæti Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir. 

Aðrir Íslandsmeistarar urðu Kristinn Þór Sigurðsson og Rakel Heiðarsdóttir í flokki unglinga 12-13 ára í standard-dönsum, Eyþór Andrason og María Carrasco í flokki unglinga 14-15 ára í standard-dönsum og Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir í flokki ungmenna í suðuramerískum dönsum.

Keppnin heldur áfram í dag, sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert