Ástrós og Kristmundur best í taekwondo

Ástrós Brynjarsdóttir og Kristmundur Gíslason taekwondofólk Reykjavíkurleikanna 2014.
Ástrós Brynjarsdóttir og Kristmundur Gíslason taekwondofólk Reykjavíkurleikanna 2014. Gerður Þóra Björnsdóttir

Taekwondokeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Framheimilinu um helgina. Rúmlega 100 keppendur tóku þátt í mótinu en bæði var keppt í bardaga og formi.

Kona mótsins var valin Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík en hún vann til fjögurra gullverðlauna á mótinu. Ástrós sigraði í einstaklings, para og hóp formi ásamt því að vinna í bardaga í -55 kg flokki ungkvenna.

Maður mótsins var valinn Kristmundur Gíslason sem einnig kemur úr Keflavík en hann sigraði í -80 kg flokki karla sem var fjölmennasti og erfiðasti flokkur mótsins í karlaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert