Íslandsmetin fuku í Faxafeni

Freyja Mist Ólafsdóttir setti Íslandsmet í jafnhendingu í dag.
Freyja Mist Ólafsdóttir setti Íslandsmet í jafnhendingu í dag. Ljósmynd/Facebook

Keppni í kvennaflokki í Ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleiknum er nýlokið í húsakynnum Lyftingafélags Reykjavíkur í Faxafeni 12, þar sem meðal annars voru sett nokkur ný Íslandsmet.

Þuríður Erla Helgadótir úr Ármanni kom sá og sigraði í kvennaflokki en hún bætti Íslandsmetið í jafnhendingu og samanlögðum árangri tvisvar sinnum með því að lyfta 93kg og 96kg í -58kg flokki. Hún lyfti samtals 170kg og það gaf henni 242,6 Sinclair stig.

Önnur var Björk Óðinsdóttir frá Akureyri sem setti Íslandsmet í samanlögðum árangri kvenna (-63kg) þegar hún lyfti 73kg í snörun og 100kg í jafnhendingu.

Þriðja var hin finnska Anni Vuohijoki sem lyfti 83kg í snörun og 98kg í jafnhendingu. Anna Hulda Ólafsdóttir bætti Íslandsmetið í -63kg flokki kvenna í snörun þegar hún lyfti 76kg í snörun. Freyja Mist Ólafsdóttir bætti síðan unglingamet (20 ára og yngri) í jafnhendingu þegar hún lyfti 90kg.

Finnar efstir í karlaflokki

Sami Raappana frá Finnlandi sigraði karlaflokkinn en hann lyfti 125kg í snörun og 165kg í jafnhendingu og gaf það honum 343,2 stig. Tuomas Mäkitalo sammlandi hans var annar þegar hann lyfti sömu tölum og Sami en aðeins þyngri, Sami var 86,70kg en Tuomas 92,50.

Þriðji og efstur íslendinga var Björgvin Karl Guðmundsson úr lyftingafélaginu Hengli sem tvíbætti íslandsmetið í -85kg í snörun þegar hann lyfti 122kg og 127kg sem og í samanlögðu 267kg og 272kg sem gaf honum 327,5kg.

Andri Gunnarsson (LFG) sem valinn var á dögunum lyftingamaður ársins kom síðan fjórði en hann lyfti 305kg sem gaf honum 327,5 stig.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) varð fimmti en hann setti bæði unglingamet (20 ára og yngri) sem og fullorðinsmet í -85kg flokki þegar hann lyfti 150kg í jafnhendingu.

Að lokum lyfti Bjarmi Hreinsson (LFR) nýju íslandsmeti í -94kg flokki karla í jafnhendingu 151kg.

Björk, Anna, Freyja, Lilja Lind, Þuríður Erla og Hjördís eftir …
Björk, Anna, Freyja, Lilja Lind, Þuríður Erla og Hjördís eftir keppnina í morgun. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert