Einar og Ingunn með Íslandsmet

Cortney Barchelor frá Bandaríkjunum sigraði í kvennaflokki.
Cortney Barchelor frá Bandaríkjunum sigraði í kvennaflokki. Sportmyndir.is

Keppni í Ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöll í dag, 9 konur og 9 karlar luku keppni. Keppt var í stigakeppni eftir svokölluðum Sinclair stigum þar sem þyngd og þyngdarflokkur er metinn inn í útreikninga. Bandarísku gestirnir Colin Burns og Cortney Batchelor sigruðu en þau Einar Ingi Jónsson og Ingunn Lúðvíksdóttir settu Íslandsmet.

Bandaríkjamaðurinn Colin Burns vann mótið nokkuð sannfærandi í karlaflokki þegar hann lyfti 160 kg í snörun og 185 kg í jafnhendingu sem gáfu honum 390,5 Sinclair stig. Finninn Sami Raappana varð annar með 353,2 Sinclair stig og Emil Ragnar Ægisson, UFN, þriðji með 323,3 Sinclair stig.

Í kvennaflokki sigraði Cortney Batchelor frá Bandaríkjunum enn hún lyfti 78 kg í snörun og 98 kg í jafnhendingu sem gáfu henni 255,2 Sinclair stig. Önnur varð hin finnska Anni Vuohijoki sem lyfti 80 kg í snörun og 100 kg í jafnhendingu sem gáfu 230,4 Sinclair stig. Þriðja varð Anna Hulda Ólafsdóttir en hún snaraði 78 kg og jafnhenti 91 kg. Þar með bætti hún eigin árangur um 3 kg í samanlögðu og fékk 226 Sinclair stig.

Einar Ingi Jónsson (LFR) lyfti 133 kg í jafnhendingu sem er nýtt Íslandsmet í -69 kg flokki karla en hann bætti einnig metið í samanlögðum árangri, 233 kg. Þá setti Ingunn Lúðvíksdóttir úr Ármanni met í jafnhendingu í flokki 35-39 ára en hún lyfti 158 kg samanlagt.

Colin Burns frá Bandaríkjunum sigraði í karlaflokki.
Colin Burns frá Bandaríkjunum sigraði í karlaflokki. Sportmyndir.is
Einar Ingi Jónsson setti Íslandsmet í -69 kg flokki.
Einar Ingi Jónsson setti Íslandsmet í -69 kg flokki. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert