Rikke keilumeistari RIG

Rikke Holm Agerbo sigurvegari í keilu á Reykjavíkurleikunum 2016.
Rikke Holm Agerbo sigurvegari í keilu á Reykjavíkurleikunum 2016. Sportmyndir.is

Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna í kvöld. Hún sigraði í úrslitaleiknum Hafþór Harðarson úr ÍR. Þetta er í annað sinn sem Rikke sigrar á Reykjavíkurleikunum í keilu en hún vann einnig árið 2011.

Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR náði fullkomnum leik í úrslitakeppninni eða 300 pinnum, en það er það mesta sem hægt er að fá í einum leik og því jöfnun á Íslandsmeti. Tvö önnur Íslandsmet voru sett á leikunum en það voru þau Dagný Edda úr Keilufélagi Reykjavíkur (KFR) og Steinþór Jóhannsson einnig úr KFR sem settu hvort sitt metið í 6 leikja seríu í forkeppni mótsins.

Lokastaða í keppninni var þessi:

  1. Rikke Holm Agerbo frá Danmörku
  2. Hafþór Harðarson úr ÍR
  3. Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR
  4. Stefán Claessen úr ÍR
  5. Frederik Öhrgaard frá Danmörku
  6. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR
  7. Jesper Agerbo frá Danmörku
  8. Gústaf Smári Björnsson úr KFR
  9. Steinþór Jóhannsson úr KFR
  10. Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR

Alls tóku 61 keilarar þátt í mótinu í ár þar af 4 sterkir erlendi keilarar. Spilaðir voru samtals 834. Til að komast í úrslit þurfti 224 í meðaltal. Hæsti leikurinn var eins og áður sagði 300 og sá næsti þar á eftir 290.

Verðlaunahafar í keilu. Frá vinstri Hafþór Harðarson, ÍR, sem var …
Verðlaunahafar í keilu. Frá vinstri Hafþór Harðarson, ÍR, sem var í 2.sæti, sigurvegarinn Rikke Holm frá Danmörku, Stefán Classen ÍR sem var í 4.sæti og Þorleifur Jón Hreiðarsson sem var í 3.sæti. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert