Kristín Edda sprettmeistari kvenna (myndskeið)

Hjólreiðasprettkeppni Reykjavíkurleikanna fór fram á Skólavörðustígnum í gærkvöldi. Sprettharðasta kona keppninnar var Kristín Edda Sveinsdóttir en hún sigraði í úrslita einvíginu Ágústu Eddu Björnsdóttur. Í þriðja sæti var Gunnhildur I. Georgsdóttir.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar þær Kristín Edda og Ágústa Edda koma í mark eftir 70 metra sprett upp Skólavörðustíginn.

Keppnin átti að fara fram föstudaginn 29.janúar en fresta þurfti vegna veðurs og slæmra aðstæðna.

Sjá líka:

Guðmundur sprettmeistari karla (myndskeið)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert