Eyþóra keppir hérlendis í fyrsta skipti

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Ríó.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP

Eyþóra Þórsdóttir, íslenska fimleikakonan sem keppir fyrir Holland, verður á meðal þátttakenda í fimleikakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni 4. og 5. febrúar. Hún keppir þar með í fyrsta sinn á Íslandi.

„Ég hef æft með íslensku liðunum. Aðstaðan er mjög góð og íslenskt fimleikafólk finnst mér vera duglegt og jákvætt. Það er gaman og spennandi að koma til Íslands í sambandi við Reykjavíkurleikana,“ sagði Eyþóra við Morgunblaðið í gær.

Eyþóra náði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó síðasta sumar þegar hún hafnaði í 9. sæti í fjölþraut kvenna. Í kjölfarið var hún kjörin bjartasta von Hollands í íþróttum á árinu 2016.

Oleg Vernyayev frá Úkraínu verður á meðal þátttakenda í karlaflokki í Laugardalshöllinni, en hann fékk silfurverðlaun í Ríó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert