„Lengi verið markmiðið“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með verðlaunin.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með verðlaunin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það má með sanni segja að metin hafi hríðfallið í keppni í ólympískum lyftingum á WOW International Games, Reykjavíkurleikunum, í Laugardalshöllinni í gær. Í kvennaflokki voru sett níu Íslandsmet í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum, en sigurvegarinn var Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.

Keppt var í svokallaðri Sinclair-stigakeppni, þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Ragnheiður keppti í -69 kg flokki, setti Íslandsmet í snörun þegar hún lyfti 91 kg og í jafnhendingu er hún lyfti 110 kg. Samanlagt var það því 201 kíló og náði hún því þeim merka áfanga að verða fyrst kvenna sem lyfta yfir 200 kg.

„Ég er mjög ánægð. Þetta hefur lengi verið markmið hjá mér en ég hef ekki keppt í ólympískum lyftingum í einhvern tíma heldur bara verið í crossfit,“ sagði Ragnheiður við Morgunblaðið, en hún varð meðal annars í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit í fyrra og er þar sannkölluð ofurstjarna. Ólympískar lyftingar eru einmitt hluti af því sem crossfit-keppendur leggja stund á, og grunnurinn gæti því ekki verið betri.

Nánar er rætt við Ragnheiði og fjallað um lyftingakeppnina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert