10. leikunum lokið

Íþróttaleikunum WOW Reykjavik International Games lauk með hátíðardagskrá í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta var í 10. sinn sem leikarnir eru haldnir. Styrkleiki íþróttamótanna var einstaklega mikill þetta árið. Verðlaunahafar á Ólympíuleikum, heims- og Evrópumótum voru á meðal þátttakenda auk þess sem heims-, Evrópu- og Íslandsmet voru sett.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heiðraði samkomuna með nærveru sinni, flutti hvetjandi ræðu og tók þátt í að veita verðlaun. Líf Magneudóttir þakkaði skipuleggjendum og íþróttafólkinu fyrir skemmtunina síðustu tvær vikur fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavíkur og veitti verðlaun ásamt Guðna.

Að ræðum og verðlaunaafhendingu loknum var boðið upp á glæsilega íþróttasýningu þar sem stór hópur íþróttafólks úr öllum íþróttagreinum leikanna ásamt Sirkus Íslands sýndi listir sínar. Lúðrasveit Austurbæjarskóla, Húsband Reykjavíkurleikanna og söngkonan Unnur Birna sáu um tónlistina en leikstjóri sýningarinnar var Benóný Ægisson.

Eftirfarandi íþróttafólk var valið best í sinni grein seinni helgi leikanna og fékk viðurkenningu fyrir árangurinn á lokahátíðinni:

Badminton
Karl: Bartal Poulsen, Færeyjum
Kona: Harpa Hilmisdóttir, Ísland

Fimleikar
Karl: Oleg Vereniaiev, Úkraína
Kona: Eyþóra Þórsdóttir, Holland-Ísland

Frjálsíþróttir
Karl: Kristofer Hari, Danmörk
Kona: Aníta Hinriksdóttir, Ísland

Keila
Karl: Arnar Sæbergsson, Ísland
Kona: Dagný Edda Þórisdóttir, Ísland

Listhlaup á skautum
Karl: Yamato Rowe, Filippseyjar
Kona: Karly Robertson, Bretlandi

Skotfimi
Karl: Ásgeir Sigurgeirsson, Ísland
Kona: Viktoría Erla Þ. Bjarnarson, Ísland

Skvass
Karl: Mattieu Huin, Frakkland
Kona: Hildur Ágústa Ólafsdóttir, Ísland

Skylmingar
Karl: Andri Nikolaysson Mateev, Ísland
Kona:  Aldís Edda Ingvarsdóttir, Ísland

Lista yfir bestu íþróttamenn fyrri keppnishelgarinnar á WOW Reykjavik International Games 2017 má finna hér: Best um helgina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert