„Ég gerði mistök"

Aníta Hinriksdóttir á sprettinum á Laugardalsvelli í dag.
Aníta Hinriksdóttir á sprettinum á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Kristinn

„Aðstæðurnar voru ekkert svo vondar því ég er alltaf að æfa og keppa við þessar aðstæður allt sumar," sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við mbl.is eftir að hún hafnaði óvænt í öðru sæti í 800 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hún var vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið hlaupið.

„Ég gerði mistök í því að mikla vindinn fyrir mér í stað þess að keyra ekki fulla ferð strax frá upphafi eins og ég er von. Gamla taktíkin hefði kannski verið beri," sagði Aníta sem hefur oft þótt fara full bratt að af stað í keppni sem þótt hefur koma henni í koll þegar á hlapin líður.

„Það kom hik á mig eftir 100 metra og síðan ég tók vindinn á mig og sætti mig við aðstæður þá var ég búin að fara of hægt að stað. Þar af leiðandi var vinnslan í skrefunum ekki rétt. Ég var ekki nógu grimm. Hlaupið var mjög illa úrfært hjá mér," sagði Aníta. 

„Það er svekkjandi að vinna ekki á heimavelli. En ég læri af þessu eins og öðru," sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert