Íslendingar sigursælir á Smáþjóðaleikunum

Berg­lind Gígja Jóns­dótt­ir og Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir unnu til gullverðlauna í …
Berg­lind Gígja Jóns­dótt­ir og Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir unnu til gullverðlauna í strandblaki á Smáþjóðaleikunum sem lauk í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Ísland vann til flestra verðlauna á Smáþjóðaleikunum sem lauk í gærkvöldi en þeir voru settir á mánudaginn. Ísland vann til 115 verðlauna, 38 þeirra voru gull, 46 silfur og 31 brons sem er með því allra besta sem íslenskir íþróttamenn hafa náð á Smáþjóðaleikum.

Lúxemborg vann næst flest verðlaun, alls 80. Af þeim voru 34 gull, 22 silfur og 24 brons. Kýpur varð í þriðja sæti með 52 verðlaunapeninga, 20 gull, 16 silfur og annað eins af bronsverðlaunum.

Af einstaklingum þá vann frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir sex verðlaunapeninga, fjóra úr gulli og tvo úr silfri. Þá vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, fern gullverðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert