Íslensk veiðisíða fyrir erlenda veiðimenn

Mynd úr safni

Fyrsta íslenska veiðifréttavefsíðan sem er sérhönnuð fyrir erlenda stangveiðimenn hefur litið dagsins ljós. Tilgangur vefsíðunnar er að færa erlendum stangveiðimönnum fréttir á ensku af öllu því sem viðkemur stangveiði á Íslandi sem hingað til hefur sárlega vantað.

Eigandi síðunar er Pálmi Einarsson, en fleiri munu koma að fréttaflutningi á síðunni þegar fram í sækir. Veiðimenn eru hvattir til að senda fréttir með myndum eða myndskeiðum á news@icelandflyfishnews.com en einnig er hægt að senda fréttir beint á vefinn http://www.icelandflyfishnews.com/.  Veiðileyfasölum og veiðiverslunum er bent á að senda upplýsingar um sig á ensku á news@icelandflyfishnews.com eða fylla út formið á vefsíðunni ef þeir vilja vera listaðir á síðunni. Þegar er búið er að skrá nokkrar verslanir og veiðileyfasala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert