Glæðist á laxveiðislóðum

Mynd af www.hreggnasi.is

Nú eru árnar opnaðar hver af annarri og það er misjafnt hvernig þær koma út fyrstu dagana. T.d. byrjaði Þverá með fjórum löxum en það þótti heldur rólegur dagur.

Vötn og veiði, sem meðal annars gefa út veftímaritið Veiðislóð, hafa fylgst með því sem hefur verið að gerast eins og aðrir sem fylgjast vel með veiði yfir sumartímann og fengum við þessa frétt af vefnum hjá þeim.

„Júníveiðin í laxveiðiánum hefur á heildina litið verið mjög góð. Nokkrir slakir dagar rétt eftir opnanir teljast eðlilegir, en að undanförnu hefur glæðst aftur og vel það og bæði stórlax og smálax að ganga.

„Þetta hefur verið frábært vor, sem minnir mig mjög á júní 2010 þegar vorveiðin í Blöndu var stórkostleg. Það veiddust þá 500 laxar í júní og núna eru komnir nærri 60 á land með góðri stígandi. Nær allt stórlax enn sem komið er,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á í samtali við VoV í dag. Haraldur Eiríksson hjá SVFR tók í sama streng er rætt var um Norðurá: „Norðurá er komin í gírinn, það er fallegt vatn og fiskur að ganga, bæði stór og smár,“ sagði Haraldur og veiðin hefur verið lífleg síðustu daga í báðum ám.“

Meira á www.votnogveidi.is

Birt með góðfúslegu leyfi

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert