50 laxar á land á morgunvaktinni í Norðurá

Það veiddust 50 laxar á morgunvaktinni í Norðurá í dag. …
Það veiddust 50 laxar á morgunvaktinni í Norðurá í dag. Myndin er úr safni Morgunblaðið/Einar Falur

Norðurá er komin á fljúgandi siglingu og aflatölurnar í morgun staðfestu það þegar morgunvaktin skilaði 50 löxum á land.  

Mikið af laxi er að ganga í ána sem er í frábæru vatni, sem aftur veldur því að laxinn fer nokkuð hratt upp ána en hann er þó ekki kominn í miklum mæli efst á dalinn en við skulum nú ekki örvænta því það er ekki kominn júlí ennþá!  Allar árnar á Borgarfjarðarsvæðinu eru að eiga frábæra daga og veiðin núna er heilt yfir um 60& meiri en á sama tíma og í fyrra.  Það er alveg óhætt að fagna þessu því toppurinn á göngunum er ekki fyrr en á stóra júlístraumnum og þangað til verða göngurnar vonandi jafnar og góðar.  Góðar aflatölur síðustu daga hafa heldur betur hleypt lífi í veiðileyfamarkaðinn en þegar vefsölurnar eru skoðaðar eru bestu dagarnir sem voru lausir fyrir stuttu allir að seljast.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert