Skotveiðin: Hvað býður Ellingsen upp á?

Við sögðum frá því í síðustu viku að veiðibúðirnar myndu segja frá því hvaða spennandi vörur þær hefðu fyrir skotveiðimenn á þessu tímabili. Við fengum Jóhann Vilhjálmsson betur þekktan sem Jóa byssusmið til að segja okkur frá áhugaverðum vörum sem Ellingsen býður uppá.

Browning A5 hálfsjálfvirk haglabyssa

„Ný á markaðnum er Browning A5 sem kynslóðir þekkja vel og er hún með bakslagsskiptingu og glæsilega hönnun á alla kanta. Byssan er búin að vera mörg ár í hönnun og þróun og spennandi aukakostur við Browning-fjölskylduna. John Moses Browning kom fram með fyrstu alvöruhálfsjálfvirku haglabyssuna 1902.  Þótti hönnunin svo góð að byssan var framleidd svo til óbreytt fram til ársins 1990. Nú er hún komin aftur, hún ber útlit gömlu A-5 með sér en innviðir eru allt aðrir og einfaldari. Hún er eins og áður sagði með bakslags skiptingu (Kinematic Drive System) og Browning Vectorpro bakboruðum hlaupum sem gefa meiri hraða, betri ákomu hagla og minna bakslag. Einnig eru nýjar langar Browning Invector DS 80mm langar þrengingar í byssunni. Byssan er 3 kg með 66 cm hlaupi en er samt með mjúkt bakslag þar sem hún er með nýjum sérhönnuðum bakslagspúðum (Inflex ll).“ Browning A5 kostar 269.990.


Remington Versa Max hálfsjálfvirk haglabyssa

Remington Versa Max er nýjasta útfærslan af hálfsjálfvirkri byssu frá Remington. Hún hefur verið á markaðnum í um 3 ár og lofar reynslan af henni mjög góðu. Farin er ný leið í hönnun á þessari byssu varðandi skiptinguna sem er svokölluð "Versa Port" gasskipting. Gasportin eru staðsett rétt fyrir framan skotstæðið og lengd skotfæranna stillir gasþrýstinginn þ.e.a.s. með léttri hleðslu eru öll 7 portin opin, næsta hleðsluþyngd með lengra skoti lokar t.d.  þremur portum þannig að það fari ekki of mikill gasþrýstingur inn á gasstimplana. Hlaupið er síðan nikkel húðað að innan og með nýrri gerð þrenginga frá Remington. Boltinn er kunnuglegur snúningsbolti samskonar og í mörgum ítölskum byssum. Byssan er til í þremur útfærslum, Camo, Black Synthetic og Remington Sportsman sem er ódýrari útfærsla.“ Remington Versa Max kostar frá 199.990.


Browning Maxus hálfsjálfvirk haglabyssa

Browning Maxus er endurbætt útgáfa af Browning Gold byssunni sem kom frá Browning fyrir tæpum 15 árum síðan. Þessar byssur hafa reynst framúrskarandi vel. Skiptingin er gasskipt og sér sérstakur stimpill sem er staðsettur í magasín túpunni um að stilla gasþrýstingin sem þarf til að skipta byssunni. Byssan skiptir jafnt léttum æfingaskotum og þyngstu veiðiskotum þar sem stimpillinn sér um að stilla gasþrýstinginn eftir því hvernig skot er í hlaupinu. Byssan kemur í tösku og fylgja með auka þrengingar og stilliskinnur fyrir skefti.“ Browning Maxus kostar frá 259.990.

Winchester SX3 hálfsjálfvirk haglabyssa

Winchester SX3 er gasskipt  hálfsjálfvirk haglabyssa sem er löngu búin að sanna sig hvað varðar viðhald og gæði. Skiptingin er samskonar og í Browning Phoenix og fleiri byssum frá Browning enda nánast sama hönnunin þar sem Browning er eigandi af Winchester merkinu í dag.“ Winchester SX3 kostar frá 199.990.


Browning Dirty Bird veiðigalli

Browning framleiðir líka vandaðan veiðifatnað fyrir krefjandi veðuraðstæður en þeir eru m.a. með jakka og buxur sem heita Dirty Bird og eru í Max-4 camo litnum. Dirty Bird hefur verið mjög vinsælt enda mjög vandaður fatnaður úr völdu efni. Mjög vatns- og vindheldar flíkur með góðri öndun, svokallað Prevent, og með Primaloft einangrun. Marglaga jakki úr Dirty Bird línunni kostar 49.990 og smekkbuxur í stíl eru á 39.990.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert