Enn vatnavextir í Hafralónsá

Ómar Gunnarson með einn stórlax á sem átti svo í …
Ómar Gunnarson með einn stórlax á sem átti svo í litlum erfiðleikum með að rjúka út í beljandann og slíta sig lausan. Jón Þór Geirsson

Hópur veiðimanna eyddi heilli viku við veiðar í Hafralónsá nú í byrjun júlí, en margir þeirra hafa veitt þarna á þessum tíma um margra ára skeið. Að sögn Erlings Ingvasonar sem var í þessum hópi var áin enn gríðarlega vatnsmikil og nánast óveiðandi nema rétt síðasta daginn. Náðu þeir þó ellefu löxum á þurrt þessa viku og misstu að auki nokkra stóra sem áttu í litlum erfiðleikum með að rjúka út í vatnsflauminn og segja þar með bless. Hinn fjórða júlí óx meira í ánni og fór meðal annars hólminn fyrir neðan veiðihúsið á kaf. Fram kom hjá Marinó Jóhannssyni bónda í Tunguseli að hann hefði aldrei hafa séð ána jafnvatnsmikla á þessum árstíma, en hann kvaðst muna allt til ársins 1948. Komnir eru 25 laxar á land samkvæmt veiðibók. 

Erling Ingvason tannlæknir gerir sig líklegan til að losa um …
Erling Ingvason tannlæknir gerir sig líklegan til að losa um þríkrækju í eyra veiðimanns. Jón Þór Geirsson
Ekki fer á milli mála samkvæmt þessari mynd að mikið …
Ekki fer á milli mála samkvæmt þessari mynd að mikið vatn er í Hafralónsá. Jón Þór Geirsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert