Líka gott á Nesi í Aðaldal

Klaus Frimor með 101 cm sem hann veiddi í Vitaðsgjafa …
Klaus Frimor með 101 cm sem hann veiddi í Vitaðsgjafa í gær. Krauni

Veiði hefur verið góð á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri. Þar hefur verið nokkuð áberandi danskt þema undanfarið því Danir hafi verið iðnir við kolann þar í sumar. Klaus Frimor hefur landað hverjum stórfiskinum á fætur öðrum það sem af er sumri og í gær landaði hann 101 cm úr Vitaðsgjafa. Í morgun var svo annar danskur stórveiðimaður, Nils Folmer Jörgensen, þar á veiðum, en hann kallar Nessvæðið „on/off“-veiðisvæði. Í morgun brá svo við að allt var stillt á „on“ og landaði hann sex löxum allt upp í 96 cm. Nils kvaðst hins vegar hafa verið í Nesi fyrir stuttu og þá hafi allt verið stillt á „off““ en í morgun brá svo við að bullandi líf var alls staðar. Hann kvaðst í morgun hafa notað flugurnar Jock Scott og Green Collie Bitch hnýttar á Mustad-tvíkrækjur.  Alls var15 löxum landað þar í gær.

Nils með lax frá því í morgun úr Höfðahyl.
Nils með lax frá því í morgun úr Höfðahyl.
Veiðimaður glímir við stórlax að Nesi sem sleit svo skömmu …
Veiðimaður glímir við stórlax að Nesi sem sleit svo skömmu síðar. Klaus Frimor
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert