Mjög góð veiði í Laxá á Ásum

Frá Laxá á Ásum.
Frá Laxá á Ásum. Matt Harris

Síðasta vika gaf 130 laxa í Laxá á Ásum, samkvæmt vikulegum veiðitölum frá Landssambandi stangveiðifélaga, en þetta er afburðagóð veiði þar sem einungis er veitt á tvær stangir í ánni. Þetta gerir rúmlega níu laxa meðalveiði á dagsstöngina sem er besta meðalveiði á stöng sem þekkist í laxveiðiá hér á landi. Nú virðist áin vera að rísa upp aftur sem aflasælasta veiðiá landsins eftir lægð og brokkgenga veiði í kjölfar þess að gengið var of nærri laxastofninum á níunda áratugnum sem að margra mati var vegna óhóflegrar maðkaveiði. Nú hefur fluguveiði aðeins verið leyfð seinustu árin og mikið af laxi sleppt aftur. Alls er búið að veiða 331 lax það sem af er sumri. Að sögn leigutaka árinnar er mikill smálax í ánni, sem er í flottu ásigkomulagi, og ekki verður vart við örlaxa í afla veiðimanna. Heildarveiði í ánni í fyrra var 1.062 laxar sem eru 6,6 laxar á hverja dagsstöng miðað við 80 daga veiðitímabil. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert