Rólegt í Vopnafirðinum en ágætt í Þistilfirðinum

Efri og neðri Djúpubotnar í Selá í Vopnafirði.
Efri og neðri Djúpubotnar í Selá í Vopnafirði. Árni Baldursson

Veiðimenn hafa baðað sig í sólarlandablíðu á Norður- og Austurlandi síðustu dægrin. Samkvæmt vikulegum tölum frá Landssambandi veiðifélaga virðist veiðin rólegri í Vopnafirðinum en oft áður, en ágætlega gengur í Þistilfjarðaránum. Það verður þó að hafa í huga að árnar voru gríðarlega vatnsmiklar í upphafi vertíðar og fram í fyrstu daga þessa mánaðar.

Selá í Vopnafirði er komin upp í 253 laxa sem er talsvert undir veiði síðustu árin. Hópur veiðimanna sem nú er að veiðum í ánni og hefur veitt í henni um árabil hefur veitt helminingi minna en í venjulegu ári. Á sama tíma í fyrra var Selá með 353 laxa og endaði í 1.664 löxum á land í lok tímabils. 

Hofsá hefur verið nokkuð langt frá sínu besta í sumar; er komin með 138 laxa á land, sem er vikuveiði upp á 57 laxa. Á sama tíma í fyrra var búið að bóka 302 og var lokatalan þar 1.203. Í gær veiddi þar norskur veiðimaður 105 cm hæng í Skógarhvammshyl.

Fréttir hafa hins vegar borist af góðri veiði í Þistilfjarðaránum. Í Svalbarðsá eru til að mynda komnir 142 laxar á land og var vikuveiði þar upp á 62 laxa. Veitt er á þrjár stangir í ánni en á svipuðum tíma í fyrra var búið að skrá þar 144. Ekki hafa borist nákvæmar fréttir úr öðrum ám á svæðinu, en það sem þó hefur komið fram bendir til þess að veiði sé þar með ágætum. Holl sem lauk veiði í Hafralónsá um miðjan júlí landaði 21 laxi í þriggja daga veiði á fjórar stangir. Var þá heildartalan komin í 43 laxa og mest var það stórlax og áin þá rétt að ná því að verða viðráðanleg til veiða eftir mikil flóð vegna snjóbráðar. Veiðimaður sem var í hollinu á eftir náði að landa níu löxum á þremur dögum og þar af einum 99 cm sem tók í Stapa. Svipaða sögu er að segja frá Sandá og Ormarsá á Sléttu. Fram að þessu hafa menn aðallega verið að veiða mjög stóra tveggja ára laxa og eins árs fiskurinn ekki látið sjá sig mikið enn sem komið er.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert