Veiddu hnúðlax í silunganet

Chelsey M. Landry og Niklas Karbowski með hnúðlaxinn
Chelsey M. Landry og Niklas Karbowski með hnúðlaxinn Ljósmynd/BB/Jón Örn Pálsson

Hnúðlax veiddist í silunganet í innanverðum Fossfirði í Arnarfirði í gær en heimkynni hans eru í Kyrrahafi. Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins besta.

Talið er að tegundin hafi borist í Atlantshaf með fiskrækt í norður Rússlandi um miðja síðustu öld. Laxinn veiddu tveir nemar, Niklas Karbowski og Chelsey M. Landry, sem stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Netaveiði á silungi er stunduð til að rannsaka göngusilung, ásamt magni og dreifinu á laxalús í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. 

Fremur óalgengt er að hnúðlax veiðist hér við land. Það gerist þó oftar en margan grunar. Þessi veiði á Hnúðlax staðfestir hinsvegar að lax ferðast víða og ekki er ósennilegt að einstaka villtur norskur lax berist í íslenskar ár,“ segir Jón Örn Pálsson þróunarstjóri Fjarðalax, sem aðstoðar nemendur í gagnsöfnun. 

Sjá ítarlega frétt um málið á vef Bæjarins besta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert