Reynslusaga varðandi veiða og sleppa frá Rússlandi

Hilmar með hrygnuna fallegu sem hann veiddi í Spawning Pool …
Hilmar með hrygnuna fallegu sem hann veiddi í Spawning Pool í Litza.

Veiðigarpurinn Hilmar Hansson veiddi í síðustu viku í ánum Kharlovka og Litza á Kólaskaga í Rússlandi. Veiðin var ágæt þótt hitabylgja drægi aðeins úr töku stórlaxanna. Hilmar veiddi þó meðal annars 25 punda hrygnu á hitch-flugu númer 14. Í ljós kom þegar honum hafði tekist að landa henni að hún bar merki í sér sem sagði merkilega sögu. Við könnun fiskifræðings, sem starfar við árnar, kom í ljós að þessi fallega hrygna hafði verið veidd áður hinn 17. júlí árið 2012 í svokölluðum Trent Pool og reyndist þá vera 17 pund. Hilmar veiddi hana svo aftur 24. júlí 2014 eða rúmum tveimur árum síðar í svokölluðum Spawning Pool, sem er næsti hylur fyrir ofan þann hyl sem hún var veidd í árið 2012. Samkvæmt fiskifræðingnum hafði þessi hrygna hrygnt tvisvar sinnum eftir að hún var veidd og merkt árið 2012 þar til Hilmar veiddi hana aftur og henni var sleppt öðru sinni. Þannig mun hún að öllum líkindum hrygna í þriðja skiptið núna í haust. Að auki greindi fiskifræðingurinn Hilmari frá því að það sem af væri af sumrinu í ár, við árnar tvær, hefðu veiðst sex laxar sem voru merktir sumarið 2010 eða fyrir heilum fjórum árum. Hilmar sagði að þessi reynslusaga sýndi svo sannarlega að það borgaði sig að halda áfram að sleppa löxum svo þeir hrygndu oftar en einu sinni.

Himar með 28 punda hæng sem hann veiddi á veiðistaðnum …
Himar með 28 punda hæng sem hann veiddi á veiðistaðnum Classic í Litza á Von númer 12.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert