Gríðarlegur lax á land úr Soginu

Frá Bíldsfelli við Sogið.
Frá Bíldsfelli við Sogið. svfr.is

Fram kemur inn á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur fyrr í dag að stærsti lax sem veiðst hefur hér á landi til fjölda ára hafi komið á land í Soginu síðastliðinn þriðjudag. Fram kemur að Jón Ingi Kristjánsson, kenndur við veiðibúðina Vesturröst, hafi sett í tröllið við Sakkahólma og um var að ræða 119 cm hrygnu sem sennilega er í kringum 35 pund að þyngd. Jón mun hafa notað litla Sunray-keilutúpu og var með 10 feta einhendu. Jón Ingi var einn á ferð og ekki með myndavél tiltæka. Hann sleppti laxinum að eftir viðureignina. Jón hafði líka verið á veiðum á sunnudaginn í Bíldsfellinu og landaði þá fimm löxum. Þetta eru fyrstu jákvæðu fréttirnar sem berast úr Soginu í sumar þar sem veiði hefur verið mjög róleg fram til þessa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert