Ágæt byrjun á fyrsta vakt í Nesi

Elvar Örn með lax úr Vitaðsgjafa fyrr í kvöld.
Elvar Örn með lax úr Vitaðsgjafa fyrr í kvöld. Júlíus Bjarnason

Nessvæðið í Laxá í Aðaldal opnaði á hádegi í dag og var fjórum löxum landað á fyrstu vakt, en veitt er á 6 stangir.

Samkvæmt veiðimönnum sem staddir eru á svæðinu er talsvert af laxi á svæðinu. Í samtali við Jóhann Þorbjörnsson landaði hann tveimur löxum, einni 90 sentímetra hrygnu úr Vitaðsgjafa og öðrum af Kirkjuhólmabroti. Sagði hann að á Hólmavaðsstíflu hefði hann reist ítrekað hvern laxinn á fætur öðrum sem aldrei náðu að festa sig.

Þá fengu þeir Elvar Örn Friðriksson og Bjarni Júlíusson tvo, einn úr Vitaðsgjafa og annan af Skriðuflúð.  Sögðust þeir hafa veitt sex staði og urðu varir við talsvert af laxi á fjórum þeirra. Vitað var allavega um aðra tvo laxa sem sluppu. Samkvæmt þessu er talsvert að laxi á svæðinu, en fyrir nokkrum dögum veiddu landeigendur aðeins á svæðinu og var þá nokkrum löxum landað.

Júlíus Bjarnason með 82 sm lax sem hann veiddi á …
Júlíus Bjarnason með 82 sm lax sem hann veiddi á Skriðflúð fyrr í dag á Night Hawk nr. 10. Elvar Örn Friðriksson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert