Ágætur gangur í Blöndu

Stórlax úr Svarthyl á svæði 2 í Blöndu.
Stórlax úr Svarthyl á svæði 2 í Blöndu. lax-a.is

Samkvæmt fréttum frá stangveiðifélaginu Lax-á, sem eru leigutakar af Blöndu, þá er mjög góð veiði á svæði eitt sem er fyrir neðan svokallaðar Ennisflúðir, skammt fyrir ofan Blönduós.

Greint er frá því að ágætlega gangur hafi verið undanfarið og nú sé smálaxinn farinn að sýna sig í auknu mæli á svæði eitt. Í gær var 21 laxi landað og 19 í fyrradag en veitt er á fjórar stangir á svæðinu sem þýðir fimm laxar á hverja dagstöng. Þetta er líklega besta veiðin í laxveiðiá á landinu sem stendur. Stórlax er enn í miklum meirihluta í afla veiðimanna þó svo smálaxinn sé að byrjaður að ganga í nokkru mæli.

Þá er sagt frá því að efri svæðin í ánni séu líka farin að gefa eitthvað og veiðast nú fiskar á öllum svæðum. Fram kemur að léleg ástundun hafi verið á efri svæðunum frá upphafi veiðitímabils en þrátt fyrir það hafa komið nokkrir laxar á land á öllum svæðum.  Félagarnir Sverrir Rúnarsson og Sigurjón Rúnarsson fengu til dæmis góða veiði fyrir nokkru í Svarthyl á svæði tvö þegar þeir náðu sitthvorum 91 og 96 sentímetra drekunum.

Fram kemur því að eitthvað kropp hafi verið í Hallá sem er skammt suður af Skagaströnd og eru nokkrir laxar komnir þar á land. Einn veiðimaður fór fyrir nokkru með léttar græjur í ósinn til að reyna við silung setti í tvo ágæta laxa sem slitu báðir og kvöddu með silungafluguna í kjaftinum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert