Stangveiðifélag Keflavíkur gefur út kynningarbækling

Forsíða á hinum nýja bæklingi Stangveiðifélags Keflavíkur.
Forsíða á hinum nýja bæklingi Stangveiðifélags Keflavíkur. svfk.is

Stangveiðifélag Keflavíkur hefur gefið út kynningarbækling þar sem helstu kostum veiðisvæða félagsins er lýst.

Þar er lýst helstu staðsetningum, vegalengdum, meðalveiði, GPS punktum og meðalveiði, svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum ásamt áminningu um heimasíðu félagsins. Ætlunin er að dreifa bæklingi í allar helstu veiðibúðir landsins og á fleiri staði.

Það var  Ragnar Vilhjálmsson sem vann að þessu fyrir hönd félagsins og er tilgangurinn að vekja meiri athygli á þeim kostum sem félagið býður upp á.

Þá var 56. aðalfundur félagsins haldinn síðastliðið miðvikudagskvöld og gáfu stjórnar- og nefndarmenn allir gáfu kost á sér áfram og voru samþykktir af félagsmönnum. Sagt er frá því á vef félagsins að líflegar umræður hafi átt sér stað um málefni félagsins og ljóst er að áhugi félagsmanna er mikill.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert