Mjög góð veiði í Gufuá

Hluti af aflanum sem hópurinn veiddi í Gufuá.
Hluti af aflanum sem hópurinn veiddi í Gufuá. veida.is

Sagt er frá góðri veiði í Gufuá í Borgarfirði inn á veiðivefnum veiða.is.

Fram kemur að Gylfi Jón Gylfason hafi verið við veiðar í ánni í gær og í dag, ásamt þremur öðrum og hafi þeir félagar náð á land þessa tvo daga samtals 12 löxum og misstu að minnsta kosti annað eins. 

Tóku þeir laxanna bæði á maðk og flugu og þeir veiðistaðir sem voru að gefa aflann voru frá 0 og uppí veiðistað númer 10. Margir laxana voru lúsugir og urðu þeir varir við  töluvert af laxi  að ganga upp ána á meðan þeir dvöldu við þar.

Gufuá rennur til sjávar í ósa Hvítár í Borgarfirði og gætir sjávarfalla í sjö neðstu veiðistöðum árinnar. Er áin veidd með tveimur stöngum. 

Talsvert af laxi virðist núna vera að ganga í Borgarfirði og bárust fréttir af því fyrr í kvöld að 30 löxum hafi verið landað á morgunvaktinni í Norðurá og holl í Kjarrá var komið með 30 laxa eftir einn dag. Þá hafa borist fréttir af aukinni laxagegnd í Langá þar sem veiði hefur verið treg fram að þessu.

Gylfi Jón Gylfason með nýgenginn lax úr Gufuá.
Gylfi Jón Gylfason með nýgenginn lax úr Gufuá. veida.is
Tekist á við lax í Gufuá.
Tekist á við lax í Gufuá. veida.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert