Talsvert af laxi í Vatnsdalsá

Fallegum laxi sem var landað í Vatndalsá fyrr í sumar.
Fallegum laxi sem var landað í Vatndalsá fyrr í sumar. FB/Vatnsdalsa

Greint er frá því inn á sérstökum vef Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu að frá því að veiðitíminn hófst þar þann 20. júní hafi menn þurft að glíma við mikið vatn í ánni. Vatnsmagnið er nú minnkandi og skilyrði til veiða hafi batnað til muna.

Veiðihollin sem veiddu ána eftir opnun voru að eiga við flóð og lit í ánni. Fór vatnsmagn svo lækkandi í ánni og þá fóru menn þá að setja í laxa á litlar flugur og „hitch“. Hins vegar hafi þann 27.júní byrjað hitabylgja með þeim afleiðingum að snjóbráð varð upp til heiða með þeim afleiðingum að áin óx og litaðist enn og aftur. Þrátt fyrir þetta veiddust alltaf einhverjir fiskar á hverri vakt.

Núna í  dag var áin komin niður í um 12 rúmmetra og farin að nálgast eðlilegt sumarrennsli og orðin nokkuð tær.  Sást mikið af laxi í Stekkjarfossi í morgun og einnig í Álkunni, sem er laxgeng þverá Vatnsdalsár. Veiðihópurinn sem er við veiðar í núna setti í 10 laxa fyrir hádegi en tókst einungis að landa fjórum þeirra.

Menn í Vatnsdal eru því nokkuð bjartsýnir og segja að framhaldið líti bara nokkuð vel út. Þá séu menn farnir að sjá smálax sem séu góðar fréttir.

Á hádegi í dag var búið að skrá 50 laxar í veiðibókin og af þeim eru aðeins þrír smálaxar og meðalþyngd tæplega 12 pund.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert