Fínn gangur í Víðidalsá

Glímt við 90 sm lax í Víðidalsá fyrir nokkrum dögum …
Glímt við 90 sm lax í Víðidalsá fyrir nokkrum dögum síðan. Nils Folmer

Ágætur gangur er í Víðidalsá í Húnavatnssýslu og eru 80 laxar komnir á land eftir 10 daga veiði. 

Veiðimenn í Víðidal eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu hafa þurft að glíma við mikið vatn síðan veiði hófst þann 24. júní og hefur áin skolast talsvert suma daga.

Ennþá er megnið af veiðinni velhaldinn stórlax, en síðustu daga hafa menn orðið varir við smálaxa. Hollið sem hafði veitt í tvo daga í hádeginu í dag var komið með 20 laxa á land. Á sama tíma fyrir ári voru 52 laxar komnir á land.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert