Norðurá að detta í 1000 laxa

Frá Norðurá í Borgarfirði.
Frá Norðurá í Borgarfirði. nordura.is

Mjög góð veiði er í Norðurá í Borgarfirði og nálgast hún óðfluga 1000 laxa múrinn. Mikill lax er í ánni og er sagt frá því á sérstökum vef árinnar að stór ganga hafi komið í gær, þrátt fyrir að nokkuð sé í stærsta straum og hafi samanlögð veiði dagsins endað í 120 löxum.

Haft er eftir veiðimönnum sem veiða í Stekknum svokallaða, sem er neðarlega í ánni, að áin væri nánast stífluð af laxi.  Sömu sögu sögðu veiðimenn veiddu í Laugakvörninni og má segja að lax hafi verið í á í hverju kasti. Einhverja rigningu gerði í gær í Norðurádal og virtist vætan hafa frískað laxinn því tökur voru gríðarlega góðar. 

Einnig virðist laxinn á hraðri göngu upp í dal því að á sama tíma og þessi mikla ganga kom inn í gær þá gengu 269 laxar upp laxastigann við Glanna á einum sólarhring. Alls hafa 1032 laxar gengið upp laxastigann síðustu 30 daga, en ávallt er einhver hluti sem kemst upp fossinn án þess að notast við stigann.

Þegar síðast fréttist var samtals búið að landa 922 löxum af aðalsvæði árinnar sem er nánast sama og heildarveiði í fyrra þegar 924 löxum var landað allt sumarið. Miðað við hamaganginn í veiðinni er ekki útilokað að áin sigli yfir 1000 „laxamúrinn“ í kvöld eða á morgun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert