Fyrstu laxarnir úr Hvannadalsá

85 sm hrygna úr Djúpafossi.
85 sm hrygna úr Djúpafossi. lax-a.is

Erfitt hefur verið að stunda stangveiði í ánum við Ísafjarðardjúp það sem af er sumri vegna mikilla vatnavaxta, en óvenju mikil snjóalög eru þar til fjalla.

Á vef Lax-a sem annast sölu á veiðileyfum í Hvannadalsá og Langadalsá er sagt frá því nú horfir betur við og vatn sé tekið að sjatna í báðum ánum. Langadalsá mun vera í flottu vatni og en er enn helst til köld, en hún hafði í gær gefið 13 laxa. Hins vegar er Hvannadalsá er enn mjög vatnsmikil en er þó tær.

Greint er frá ferð þeirra félaga Ágústs Heimi og Atla Árdal sem náðu fyrstu löxunum úr Hvannadalsá í síðustu viku. Greindu þeir frá því að gríðarlega mikið vatn hefði verið í öllum ánum í inndjúpinu og Hvannadalsáin hefði nánast verið óveiðandi fyrstu daganna.

Þeim hafði þó tekist að veiða fyrsta laxinn í ómerktum stað skammt fyrir ofan Langholtsfljóti á fyrstu vaktinni sem reyndist vera grálúsug hrygna 75 sentímetra hrygna. Daginn eftir hefðu þeir misst lax í Djúpafossi í miklu vatni eftir snarpa baráttu og þar sáu nokkra til viðbótar.

Það var svo síðasta daginn sem þeir settum í 85 sentímetra hrygnu í Djúpafossi og sem landað var niður í Árdalsfljóti. Fram kom hjá þeim að vatnsmagnið væri óðum að sjatna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert