Ágæt veiði í Breiðdalsá og Jöklu.

Nils heldur á 96 sm laxi sem hann veiddi um …
Nils heldur á 96 sm laxi sem hann veiddi um helgina í Fögruhlíðará á svokallaðn Bismo/Sunray. Nils Folmer

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum, sem sér um leigu á svokölluðu Jöklusvæði, hefur veiði verið þar með ágætum undanfarið og árnar við það að ná þriggja stafa tölu. 

Erlendur veiðimaður sem var til að mynda á bleikjuveiðum í ósi Fögruhlíðarár fyrir stuttu setti í þrjá laxa, en slíkt er harla óvenjulegt því laxinn veiðist yfirleitt mun ofar í ánni.

Þá veiddi danski veiðimaðurinn Nils Folmer um helgina í Jöklu og Fögruhlíðará og landaði 16 löxum á tveimur dögum. Kvaðst hann hafa orðið var við talsvert af fiski í Fögruhlíðará og hitti þar á göngu. Landaði hann þar meðal annars 96 sentímetra fiski og öðrum úr Jöklu sem var 97, sem eru laxar nálægt 20 pundum.  

Þá mun vera ágætur gangur í Hrútafjarðará, sem Strengir leigja einnig. Er áin að nálgast 200 laxa og virðist stefna í mun betri veiði þar en í fyrra. Sömu sögu er að segja austan úr Breiðdalsá, sem nú hefur náð 100 löxum, sem er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert