Laxveiði lokið í Vatnsdalsá

Sturla með laxinn stóra sem hann veiddi í Hnausastreng.
Sturla með laxinn stóra sem hann veiddi í Hnausastreng. vatnsdalsa.is

Lokað var fyrir veiði á laxasvæði Vatnsdalsár í Húnaþingi undir lok september.

Samkvæmt upplýsingum frá leigutaka þá veiddust samtals 1296 laxar á laxasvæði árinnar.  Enn á efir að gera upp veiðitölur á silungasvæðinu og viðbúið að eitthvað talsvert hafi veiðst af laxi þar sem hækkað gæti lokatöluna.

Leigutakar halda úti rafrænni veiðibók á sérstökum vef fyrir ánna og þar kemur fram að meðallengd á veiddum laxi var rétt um 70 cm sem gerir um 3,6 kíló á þyngdina samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar. 

Vatnsdalsá er þekkt fyrir stórlaxa enda var hápunktur sumarsins þegar Sturla Birgisson veiddi 112 cm hæng í Hnausastreng þann 8. ágúst sem er 13,8 kíló samkvæmt fyrrgreindum þyngdarkvarða. 

Laxinn veiddi Sturla á eins tommu sunray shadow túpu og reyndist strærsti lax sem veiddist á landinu í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert