Angling iQ verður gefið út á fimmtudaginn

Angling iQ

Íslenska smáforritið Angling iQ er sérstaklega ætlað fyrir veiðimenn sem hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og verður gefið út næstkomandi fimmtudag.

Um er að ræða nýtt smáforrit sem er ætlað fyrir stangveiðimenn og virkar sem rafræn veiðidagbók og samfélagsmiðill fyrir veiðimenn. Hef­ur hug­búnaður­inn verið í próf­un í sum­ar og hefur að gengið það vel að nú þykir komið tilefni að gefa forritið út.  

Kristján Benediktsson markaðsstjóri fyrirtækisins sendi sér eftirfarandi fréttatilkynningu í tilefnið á þessum tímamótum:

„Angling iQ er nýtt íslenskt smáforrit fyrir veiðimenn sem hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og verður gefið út fimmtudaginn 8. október. Angling iQ gerir notendum kleift að skrá veiðina sína í snjallsíma og deila með öðrum notendum upplýsingum um fiskana sem þeir veiða sem og halda utan um beitur, vatnasvæði, veiðiferðir og stemningsmyndir úr veiðinni. 

Nýverið hlaut Angling iQ verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóð sem ætlaður er til að styrkja við smíði og þróun á hugbúnaðinum. Í sumar hefur Angling iQ verið í svokölluðum Alpha og Beta prófunum hjá litlum hópi notenda. Forritið hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma og er nú tilbúið í almenna útgáfu en tæplega 800 notendur eru nú þegar að nota Angling iQ.

Eins og áður segir verður Angling iQ gefið út á App Store fyrir iOS snjalltæki og Google Play fyrir Android snjalltæki fimmtudaginn 8. október.

Þegar forritið hefur verið sett upp á síma viðkomandi getur sá hinn sami fylgst með hvað aðrir veiðimenn eru að veiða, hvar þeir eru að fá hann og á hvaða beitu / flugu / spún. Notendur geta svo deilt sínum upplifunum með öðrum og haldið utan um sína eigin rafræna veiðidagbók, veiðiferðir, beitur og vatnasvæði. Angling iQ er í eigu Angling iQ ehf sem er íslenskt sprotafyrirtæki með aðsetur í Kópavogi. Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins eru fjórir og starfa þeir allir við þróun Angling iQ.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert