Fylgst með ferðalagi gæsa

Díana á flugi.
Díana á flugi. Halldór W. Stefánsson

Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá verkfræðistofunni Verkís hf. hefur unnið að verkefni við að koma á staðsetningarbúnaði á gæsir svo hægt sér að kortleggja ferðir þeirra nokkuð nákvæmlega. Hefur Arnór síðan sumarið 2013 merkt þrjár gæsir með þessum búnaði og er þetta hluti af rannsóknum Arnórs í samvinnu við Wildflow and Wetland Trust og Náttúrustofu Austurlands.

Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS) greinir á vef sínum frá ferðalagi grágæsar einar frá Íslandi suður til Skotlands sem Arnór kallar Díönu til heiðurs veiðigyðjunnar, en SKOTVÍS styrkir þann þátt rannsóknarinnar varðandi Díönu.

Í samtali við Arnór kom fram að hann hafi veitt Díönu á Úthéraði, í lok júlí árið 2014 og komið fyrir staðsetningarbúnaði í hana. Hún hafi svo haldið til hafs suður á bóginn í átt til Færeyja þann 21. október og komið til eyjunar Papa Stour við Hjaltlandseyjar við Skotland þann 22. október og dvalið þar eina nótt. Hún hefði síðan færst sig um set daginn eftir og flogið til Sanday við Orkneyjar og loks haldið þann 29. október farið til suðvesturs og dvalið á stöðuvatninu Loch Calder í norður Skotlandi og haft vetursetur þar.

Díana hafi svo komið aftur til Íslands í nú vor og haldið sig á svipuðum slóðum. Hún hafi svo yfirgefið Ísland þann 24. október síðastliðinn með sterkan norðan vind í bakið og lent innan við sólarhring síðar á Orkneyjum.

Þá kvaðst Arnór einnig hafa merkt tvær heiðargæsir við Hálslón þann 17. júlí árið 2013. Toyotaumboðið og Landsvirkjun hefðu styrkt það verkefni og því hefðu gæsirnar borið nöfn forstjóra þessara fyrirtækja, Hörður og Úlfar.

Hörður hefði haft vetrarsetu 2013/2014 í Norfolk í Norður Englandi en svo fært sig um set til Orkneyja í febrúar þar til hann flaug til Íslands á einum sólarhring 14. til 15. apríl. Síðar um sumarið virtist sem varpið hjá honum við Hálslón hefði misfarist og samband við hann rofnar þann 24. júní. Þann 9. september næst samband aftur við hann samband þegar hann er staddur við Ísafjarðardjúp og þá kemur í ljós að hann hafði flogið til Germaníulands á norðaustanverðu á Grænlandi til að fella fjaðrirnar og flogið svo til baka. Hins vegar rofnaði svo sambandið við Hörð þann 16. september þegar hann var staddur í Hrútafirði líklega vegna þess að sólarrafhlaðan á sendinum hafi skemmst.

Varpið hjá Úlfari virðist hins vegar ekki hafa misfarist sumarið 2014 því hann hélt til í Hálslóni fram í miðjan september. Klukkan 8 að morgni þann 26. september hefur hann sig til flugs og flýgur til Færeyja og er kominn þangað klukkan 14 sama dag og stoppar þar í tvo daga. Heldur hann svo ferð sinni áfram til Skotlands til Findhorn flóa. Er hann svo á talsverðu flakki um Skotland og norðanvert England þar til hann flýgur norður til Íslands þann 6. apríl.

Nánar má kynna sér um ferðalög Harðar og Úlfars hér og Díönu hér.

Ferðalag Díönu þann 24. október sl. frá Íslandi til Orkneyja.
Ferðalag Díönu þann 24. október sl. frá Íslandi til Orkneyja. wwt
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert