Lokatölur úr Rangánum.

99 cm hængur sem veiddist þann 15. september sl. í …
99 cm hængur sem veiddist þann 15. september sl. í Stallmýrarfljóti, á svæði 4, í Ytri Rangá. FB/westranga

Síðasti veiðidagur í Ytri og Eystri Rangá var þann 20. október. Var þriðja besta veiði frá upphafi í Ytri ánni, en fremur róleg í þeirri eystri miðað við oft áður.

Samtals voru skráðir í Ytri Rangá 8803 laxar og var því aflahæsta laxveiðiá landsins, en sumarið 2014 veiddust þar 3063. Alls er veitt á 20 dagstangir í ánni og eru tvær stangir á hverju svæði.  Skiptingin eftir svæðum var eftirfarandi:

  • Svæði 1    506 laxar
  • Svæði 2  1.419 laxar
  • Svæði 3  1.735 laxar
  • Svæði 4  1.240 laxar
  • Svæði 5    127 laxar
  • Svæði 6    995 laxar
  • Svæði 7  1.449 laxar
  • Svæði 8    918 laxar
  • Svæði 9    173 laxar
  • Á vesturbakka Hólsár, þar sem Eystri og Ytri Rangá sameinast, veiddust svo 240 laxar.

Í Eystri Rangá veiddust samtals 2.749 laxar í sumar sem er áþekk veiði og sumarið áður þegar að þar veiddust 2.529.  Í Þverá i Fljótshlíð veiddust í 281 lax á móti 166 sumrinu áður. Þá var lokatalan í Affallinu í Landeyjum 558 laxar, en voru 386 árið 2014.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert