Metveiði í Refasveitinni

Frá Laxá í Refasveit.
Frá Laxá í Refasveit. refasveit.is

Mjög vel veiddist í Laxá í Refasveit í sumar eftir fremur rólega byrjun. Kom í ljós þegar talið hafði verið upp úr veiðibókinni eftir að veiði lauk hinn 21. september síðastliðinn að metveiði var í ánni og voru lokatölur 501 lax. Fyrra metið var frá sumrinu 2013 þegar 475 laxar komu á land, en árið 2013 veiddust 230 laxar.

Að sögn Atla Þórs Gunnarssonar á Mánaskálum í Laxárdal var veiðin róleg framan af og mun minna af stórlaxi en oft áður.  Þegar leið hins vegar á júlí og skilaði smálaxinn sér í miklu magni og var veiði góð allt fram að lokun. Stærsti laxinn sem kom land reyndist vera 95 cm hængur sem veiddist á maðk á svokallaðri Horneyri hinn 8. júlí.  

Atli sagði að það ætti að líta vel út með næsta sumar og að öllu óbreyttu ætti að verða gott stórlaxasmar því yfirleitt héngi gott smálaxasumar saman við góða veiði á stórlaxi árinu seinna í Refasveitinni. 

Atli kvaðst hafa farið um mánaðamótin september/október í ána til að ná í hrygningarfisk til að flytja ofarlega í Norðurá sem er ein af þverám Laxár. Hefðu þrjár hrygnur verið teknar úr svokölluðum Efri Rana, en í Neðri Rana kvaðst Atli hafa séð góða torfu af björtum nýlegum fiski.  Atli sagði að lokum að veiðileyfin fyrir næsta sumar væru þegar uppseld, en talsvert af útlendingum veiðir þar nú orðið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert