Áform um virkjun Þjórsár frá sjónarhóli veiðimannsins

Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi við Þjórsá með vænan lax …
Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi við Þjórsá með vænan lax úr netlögn neðan við fossinn.. Christopher Lund

Kristján Friðriksson heldur úti vefsíðu sem hann kallar Flugur og skröksögur þar sem hann greinir frá ýmsu í persónulegri reynslu sinni við silungsveiðar, auk þess sem þar er að finna ógrynni upplýsinga um allt sem viðkemur silungsveiði með flugu. 

Upphaflega ætlaði Kristján að hafa persónulega vefsíðu þar sem gæti haldið utan um eigin veiðiferðir og eigin upplifanir í veiði.  Vefurinn þróaðist svo smá saman á þá leið að nú er meirihluti efnisins þar alhliða fróðleikur og safn leiðbeininga um fluguveiði.

Í pistli sem Kristján birti á vefsíðunni fyrr í dag fer hann yfir áform Landsvirkjunar um virkjun á Urriðafossi, í neðri hluta Þjórsár, út frá sjónarhóli veiðimannsins og náttúruunnandans.  Fjallar hann í byrjun um áform Fossafélagsins í upphafi 20. aldar, sem undir stjórn Einars Benediktssonar ráðgerði samskonar virkjun, en varð frá að hverfa vegna þeirrar andstöðu sem þá var uppi við slíka framkvæmd.

Pistilinn kallar Kristján Skömmin sem bítur fórnarlambið og er augljóst að Kristjáni er ekki hrifinn af þeirri framkvæmd. Telur að Kristján að verði þessi virkjun að veruleika sé allt eins víst að það marki upphaf eyðileggingar á stærsta sjálfbæra laxastofni á landsins.

Fyrir stuttu síðan birti hann tvo aðra svipaða pistla á vefsíðunni, um önnur virkjunaráform i neðri hluta Þjórsár, sem hann kallar Fiskur á þurru landi og Guð, hvað þetta er fallegt.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert