Hreggnasi annast sölu á haustveiðinni í Hofsá

Frá svokölluðum Neðri Fosshyl, efst í Hofsárdal.
Frá svokölluðum Neðri Fosshyl, efst í Hofsárdal. Pálmi Einarsson

Fram kemur í tilkynningu frá veiðifélaginu Hreggnasa fyrr í dag að félagið hafi tryggt sér sölurétt á veiðileyfum í haustveiðinni í Hofsá í Vopnafirði næstu þrjú árin.

Mun félagið annast sölu á öllum veiðidögum í ánni í september. Veiðifélagið Strengur hefur ána á leigu ásamt Selá, og mun annast sölu á öðrum veiðidögum. Hofsá er fornfræg veiðiá og þekkt fyrir stóra laxa og halda þeir sem veiða í henni yfirleitt mikilli tryggð við hana.

Meðalveiði í Hofsá frá 1974 hefur verið nálægt 1.200 löxum á sumri, en veitt er á sjö stangir í ánni. Veiðin í Hofsá hefur verið fremur döpur síðustu tvö ár, gaf einungis 515 laxa síðastliðið sumar og var sumarið 2014 litlu skárra þegar þar veiddust 657 laxar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert