Rjúpnaveiði betri en í fyrra

Hundurinn Nói með sína fyrstu rjúpu sem hann sækir á …
Hundurinn Nói með sína fyrstu rjúpu sem hann sækir á þessu tímabili. Ellert B. Svavarsson

Að sögn Dúa J. Landmark hjá Skotveiðifélagi Íslands þá heyrist honum almennt á veiðimönnum, sem hann er í sambandi við, að rjúpnaveiðarnar í ár hafi gengið þokkalega vel og mun betur en í fyrra.

Dúi sagði að aðalskýringin á þessu væri sú að skilyrði til veiða hefðu verið mun hagstæðari á þessu tímabili en í fyrra.  Þá var mjög rysjótt tíð flestar þær helgar sem veiðimönnum stóð til boða að fara til veiða, en við þær aðstæður er erfitt að nálgast rjúpuna og hún mun styggari.

Sagði Dúi að flestum þeim veiðimönnum sem hann hefði heyrt í síðustu daga hefði heilt yfir gengið þokkalega vel við veiðarnar og margir þegar komnir með nóg fyrir jólahátíðina.  Einhverjir eiga þó eftir eftir ná sér í nokkra fugla og hafa þá næstu helgi upp á að hlaupa, en þá er síðasta helgin sem leyfilegt er að veiða rjúpu á þessu tímabili.

Veiði er þó misjöfn á milli landshluta og eins og venjulega virðist sem Norðausturlandið komi hvað best út.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert