Veiðikortið 2016 að verða klárt

Hollendingurinn Hans Bock með stóra bleikju úr vatni á Melrakkasléttu. …
Hollendingurinn Hans Bock með stóra bleikju úr vatni á Melrakkasléttu. Þessi mynd mun prýða útlit kortsins fyrir næsta ár. veidikortid.is

Veiðikortið hefur verið gefið út síðastliðinn 12 ár og nú styttist í 13 útgáfu þess.  Fram kemur á heimasíðu þess að nú sé verið að leggja loka hönd á Veiðikortið 2016 og er gert ráð fyrir að það komi í almenna sölu um næstu mánaðamót. 

Fram kemur að nýbúið sé að endurnýja samninga til þriggja ára varðandi veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í Elliðavatni. Þá liggur einnig fyrir að þrjú vötn frá því í sumar muni detta út næsta sumar, en það eru Kringluvatn í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og svo Hólmavatn og Laxárvatn fyrir landi Sólheima á Laxárdalsheiði í Dölum.

Mun Veiðikortið kosta 6.900 krónur í almennri sölu en með það upp á vasann næsta sumar verðu hægt að veiða í 35 stöðuvötnum í öllum landshlutum, auk þess sem þar er hægt að tjalda endurgjaldslaust. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert