Grein um uppruna laxa sem veiðast á Íslandsmiðum

The Atlantic Salmon Trust

Inn á vef Veiðimálastofnunar er greint frá nýlegri grein um rannsókn á uppruna og lífssögu 186 laxa sem veiddust á Íslandsmiðum sem meðafli í makrílveiðum í íslenskri fiskveiðilögsögu árin 2007 til 2010.  Greinin er birt í vísindaritinu ICES Journal of Marine Science og þar kemur fram að við rannsóknina hafi verið nýttur gagnagrunnur um erfðir laxastofna í 284 evrópskum ám til að greina með erfðatækni uppruna laxa í veiðinni. 

Í ljós kom að 68% sýnanna voru rakin til suðursvæðis Evrópu (meginland Evrópu og Bretlandseyjar), 30% voru frá norðurhluta Evrópu (Skandínavía og Rússland) en einungis 2% laxana voru frá Íslandi. 

Þetta þykir sýna fram á að hafsvæðin suður og austur af Íslandi séu mikilvæg beitarsvæði fyrir Atlantshafslaxinn, sérstaklega fyrir lax frá Bretlandseyjum og suðurhluta Evrópu.  Hið lága  hlutfall laxa af íslenskum uppruna kom á óvart og bendir til að íslenskur lax noti önnur beitarsvæði, en einnig eru íslenskir laxastofnar ekki stórir í samanburði við allan laxastofninn í Norður Atlantshafi.

Fyrsti höfundur að þessari grein er Kristinn Ólafsson sem er hluti af doktorsverkefni hans,  en frá Veiðimálastofnunar tóku Sigurður Már Einarsson og Sigurður Guðjónsson þátt í verkefninu.

Nánar má lesa sig til um þessa rannsókn hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert