Veiða.is mun sjá um sölu í Hvolsá og Staðarhólsá

Frá Hvolsá í Dölum.
Frá Hvolsá í Dölum. angling.is

Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá í Dölum bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir næstu þrjú sumur. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var hins vegar að taka engu þeirra tilboða.

Þess í stað ákvað veiðifélagið að ganga til samstarfs við veiðivefinn veida.is um sölu veiðileyfa í ánum fyrir sumarið 2016 sem er óháður vettvangur fyrir veiðileyfasala til að nálgast kaupendur veiðileyfa.

Meðalveiði síðustu 10 ár hefur verið um 192 laxar, en síðastliðið sumar veiddust þar 302 laxar. Veitt er á fjórar stangir og er einnig ágætis bleikjuveiði í ánum og hefur meðalveiðin síðustu árin verið í kringum 500 bleikjur.

Árnar falla saman í sameiginlega ós skammt við Saurbæ og er veiðisvæðið samtals rúmir 16 kílómetrar á lengd.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert